Jóhanna þakklát Ingimundi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að sér finnist það mjög virðingarvert af Ingimundi Friðrikssyni seðlabankastjóra að verða við ósk hennar um að biðjast lausnar.„Ég er honum mjög þakklát fyrir það að leggjast á sveif með stjórnvöldum og auðvelda okkur þessa endurskipulagningu. Eiríkur hefur sent bréf þar sem hann biðst ekki lausnar. Ég hef ekki fengið svar frá Davíð,“ sagði Jóhanna í dag.

Hún sagði að í ráðuneytinu væri verið að meta og skoða hver næstu skref yrðu í málinu. Innt eftir því hver þau gætu orðið út frá lagalegu sjónarmiði sagði Jóhanna: „Ég vil ekkert um það segja á þessu augnabliki.“( mbl.is)

Fólk ræðir mikið um Seðlabankann þessa dagana og tilmæli forsætisráðherra um að bankastjórarnir segi  af sér.Í því sambandi er rifjað upp  þegar bankastjórar Landsbankans sögðu af sér en það var einmitt vegna tilmæla bankaráðsmanna,að það var gert.Það  hefur oft gerst,að  stjórnvöld hafa óskað eftir,að yfirmenn stofnana létu  af störfum,t.d. þegar Páll Pétursson þá félagsmálaráðherra  breytti nafninu á Húsnæðisstofnun  í Íbúðarlánasjóð til þess að   geta ráðið Guðmund Bjarnason forstjóra í stað Sigurðar E. Guðmundssonar,.þegar nafninu á Samkeppnisstofnun var breytt i Samkeppniseftirlit  til þess að unnt væri að skipta um forstjóra þar,þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður til þess að losna við forstjóra hennar og þegar  forstjórum Bæjarútgerðar Reykjavíkur var fækkað úr tveimur í einn til þess að losna við fyrri forstjóra Bæjarútgerðarinnar.Í tveimur síðustu tilvikunum var Davíð Oddsson raunar  sjálfur að verki  sem forsætisráðherra og borgarstjóri.Dæmin eru mikið fleiri.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband