Sunnudagur, 8. febrúar 2009
Skattleysismörk verði hækkuð og lífeyrir aukinn
Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík er á næstu grösum. Kjaranefnd félagsins hefur samþykkt kjaramálaályktun. Þar er farið fram á,að skattleysimörk verði hækkuð verulega.Ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 160 þús. á mánuði.Kjaranefnd FEB telur,að skattleysismörkin eigi að fylgja launavísitölu og hækka í 160 þús. á mánuði í áföngum. Þá óskar kjaranefndin þess,að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum fylgi neyslukönnun Hagstofunnar.Síðasta neyslukönnu,sem birt var í desember sagði, að meðaltalsneysluútgjöld einhleypinga væru 282 þús. á mánuði án skatta.Kjaranefnd FEB vill,að lífeyrir aldraðra frá TR hækki í þá fjárhæð og að sú leiðrétting verði gerð í áföngum.
Sennilega er mesta kjarabótin,sem aldraðir gætu fengið hækkun skattleysismarka. Og hækkun skattleysismarka yrði einnig mikil kjarabót fyrir allt láglaunafólk.Þrátt fyrir smávægilegar lagfæringar,sem gerðar hafa verið á lífeyri aldraðra vantar enn hátt á annað hundrað þúsund á mánuði upp á að hann nái neyslukönnun Hagstofunnar, Lífeyrir aldraðra frá TR er í dag hjá einhleypingum um 144 þús.kr. á mánuði eftir skatta en ætti að vera 282 þús. á mánuði samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.
Enda þótt fjárhagur ríkisins sé erfiður verður að gæta vel hagsmuna aldraðra,öryrkja og láglaunafólks.Það er stefna núverandi ríkisstjórnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.