Sunnudagur, 8. febrúar 2009
Erlend fyrirtæki sýna áhuga á Drekasvæðinu
Hópur olíuleitarfyrirtækja hefur sýnt áhuga á olíuleit á Drekasvæðinu. Kæmi til þess að olía fyndist, fengju leitarfyrirtækin forgang að olíuvinnslu í 30 ár.
Nú eru rúmar tvær vikur síðan útboð á leitarleifum hófst. Kristinn Einarsson, yfirverkefnisstjóri hjá Orkustofnun, segir bæði meðalstór og minni félög hafa sýnt áhuga. Í þessari umferð verða veitt allt að 5 leyfi hvert til leitar á 800 ferkílómetra svæði. Leitarleyfin gilda í 12 ár og hægt að framlengja um 4 ár. Finndist olía á Drekasvæðinu er það ekki svo að íslenska þjóðarbúið fengið olíugróðann. Fyrstu 30 árin ættu leitarfyrirtækin einkarétt að allri olíuvinnslu.
Fyrirtækin borga ekkert fyrir leyfin en þurfa að skuldbinda sig til að ráðst í dýrar rannsóknir. Ríkið fengi tekjur í gegnum skatta og umsvif olíuleitarfyritækja á norð-austurlandi. Útboð á leitarleyfum lýkur 15. maí. Fyrst þá kemur í ljós hvort áhugi fyrirtækja er nógu mikill til að ráðist verði í olíuleit á Drekasvæðinu. (ruv.is)
Það er ánægjulegt,að olíuleitarfélög skuli sýna áhuga á Drekasvæðinu.Hér er um langtímaverkefni að ræða. En ef erlend félög eru áhugasöm getur fljótlega risið upp þjónustuaðstaða fyrir norðaustan sem veitir mörgum vinnu og tekjur.Ekki veitir af.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.