Fyrrverandi þingforseti gagnrýnir forseta Íslands

Sturla Böðvarson fyrrverandi forseti alþingis hefur ráðist harkalega að  forseta Íslands og sakað hann um að  hafa komið í veg fyrir myndun þjóðstjórnar og stuðlað að myndun minnihlutastjórnar Samfylkingar  og VG. Hér er um ómaklega gagnrýni   á forsetann að ræða.Við stjórnarmyndunarviðræður kemur stjórnmálareynslan forsetanum að  góðu gagni. Það kann vel að vera að forseti án stjórnmálareynslu  hefði látið umboð til stjórnarmyndunar ganga á milli formanna flokkanna,byrjað á stærsta flokknum og svo koll af kolli.En niðurstaðan hefði orðið nákvæmlega sú sama.Það var ekki grundvöllur fyrir þjóðstjórn og því hefði það verið alger tímaeyðsla að reyna hana. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hefðu ekki fremur  getað  unnið saman í þjóðstjórn en í fyrri stjórn. Framsókn vildi ekki fara í stjórn fyrir kosningar en  var búin að lýsa yfir stuðningi við minnihlutastjórn eins  og nú situr. Það er skiljanlegt,að Sturla sé súr yfir því að missa embætti þingforseta og yfir því að Sjálfstæðisfokkurinn skuli hafa misst völdin. En hann á ekki að láta óánægju sína  bitna á forseta Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband