Sunnudagur, 8. febrúar 2009
Samfylking í borgarstjórn leggur fram siðareglur
Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur að undanförnu unnið að undirbúningi tillagna og því að móta heildstæða sýn á það hvernig eigi að bregðast við tekjusamdrætti, atvinnuleysi og auknum velferðarverefnum á vettvangi borgarstjórnar. Flokkurinn hefur ekki síður verið að huga að því hvernig Reykjavík geti snúið vörn í sókn. Í haust voru kynntar tillögur um mótun nýrrar atvinnustefnu og gerð sóknaráætlunar vegna stöðunnar á vinnumarkaði. Áherslur á velferð, grunnþjónustu og hag heimilanna báru hæst í umfjöllun um fjárhagsáætlun árins. .
Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar lagði í borgarráði fram tillögur að reglum um skráningu á hagsmunatengslum borgarfulltrúa. Þær ná til tekna, gjafa, utanlandsferða, fjárhagslegs stuðnings, þ.m.t. framlög til framboðsmála, eignatengsl og samkomulag við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur. Tillögurnar byggja á fyrirmynd frá danska þjóðþinginu og eru liður í tillögugerð Samfylkingarinnar um ábyrga stjórn borgarinnar sem kynnt verður frekar á næstunni. Markmið tillagnanna er að endurreisa traust á borgarstjórn eftir þann hrunadans við stjórn borgarinnar sem borgarbúar hafa orðið vitni að á yfirstandandi kjörtímabili.
Í borgarráði hvatti borgarstjórnarflokkurinn jafnframt aðra flokka í borgarstjórn til að taka afstöðu til fyrirliggjandi tillagna um siðareglur. Þær hafa legið fyrir frá því fyrir jól. Siðareglurnar voru skráðar eftir ítrekaða tillögugerð Samfylkingarinnar í borgarstjórn um gerð þeirra. .
Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar lagði í borgarráði fram tillögur að reglum um skráningu á hagsmunatengslum borgarfulltrúa. Þær ná til tekna, gjafa, utanlandsferða, fjárhagslegs stuðnings, þ.m.t. framlög til framboðsmála, eignatengsl og samkomulag við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur. Tillögurnar byggja á fyrirmynd frá danska þjóðþinginu og eru liður í tillögugerð Samfylkingarinnar um ábyrga stjórn borgarinnar sem kynnt verður frekar á næstunni. Markmið tillagnanna er að endurreisa traust á borgarstjórn eftir þann hrunadans við stjórn borgarinnar sem borgarbúar hafa orðið vitni að á yfirstandandi kjörtímabili.
Í borgarráði hvatti borgarstjórnarflokkurinn jafnframt aðra flokka í borgarstjórn til að taka afstöðu til fyrirliggjandi tillagna um siðareglur. Þær hafa legið fyrir frá því fyrir jól. Siðareglurnar voru skráðar eftir ítrekaða tillögugerð Samfylkingarinnar í borgarstjórn um gerð þeirra. .
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.