Á að hækka skatta eða skera niður ríkisútgjöld

Þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason  voru gestir Sigurjóns Egilssonar í þættinum Á Sprengusandi   á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu pólitíkina og einkum ríkisútgjöldin og hvernig ætti að loka fjárlagagatinu sem er 150 milljarðar kr. Árni Páll sagði,að hækka mætti skatta á þeim efnameiri en Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á hátekjufólki en hækkað á hinum efnaminni í stjórnartíð sinni,Þessu þyrfti að breyta. Árni Páll sagði,að það mundi ekki leysa vandann að fara í fjöldauppsagnir hjá ríkinu,þar eð þá færi það fólk allt á atvinnuleysisbætur. Það var að heyra á Bjarna að hann vildi skera hraustlega niður hjá ríkinu en hann útilokaði þó ekki einhverjar skattahækkanir.

Sennilega er skynsamlagt að fara báðar þessar leiðir,niðurskurð ríkisútgjalda og hækkun skatta hinna efnameiri. Þess verður þó að gæta við niðurskurð rikisútgjalda,að niðrskurður bitni ekki á velferðarkerfinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband