Persónukjör í vor?

 Umræða   um persónukjör þingmanna í alþingiskosningum hefur komist á flug eftir að ný ríkisstjórn lýsti því yfir að hún vildi breyta kosningalögum þannig að opnað væri fyrir slíkt kjör, helst fyrir kosningarnar sem áætlaðar eru í vor. Með persónukjöri er átt við að kjósendur hafi möguleika á að greiða vissum frambjóðendum sérstaklega atkvæði sitt, og hefur slíkt þekkst víða um heim, þótt útfærslan sé iðulega með misjöfnu sniði.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að lengi vel hafi það verið algengast í öðrum löndum að menn gætu breytt litlu á framboðslistum flokka sinna en undanfarin ár hafi tilhneigingin verið sú að auka persónukjör. „T.d. er umtalsvert persónukjör í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir hann. „Hins vegar er misjafnt hversu mikið það er notað og sömuleiðis eru reglurnar um kjörið ólíkar.“(mbl.is) 

 

Það er á mörkunum að það takist að koma á persónukjöri í vor. En ég tel mjög áríðandi,að það takist strax í vor.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband