Á að kjósa forsætisráðherra beint?

Nú  er mikið rætt um hugsanlegar breytingar á stjórnarskránni.Eitt af því sem rætt er því sambandi er að gera þær breytingar að kjósa forsætisráðherra í beinni kosningu við alþingiskosningar.Vilmundur heitinn Gylfason barðist fyrir þeirri breytingu og fleiri málsmetandi menn hafa viljað gera slíka breytingu.Þetta er í raun svipað fyrirkomulag og er í Bandaríkjunum og Frakklandi en í Bandaríkjunum t.d. er forsetinn í raun einnig forsætisráðherra   og  skipar síðan aðra ráðherra. Með þessu fyrirkomulagi er tryggður aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds en hér hefur verið erfitt að halda þessu aðskildu.Yrði þetta góð breyting? Ég veit það ekki. Ég er hræddur um,að ef við tækjum þetta upp  þá værum við að íta undir persónudýrkun og þá þróun að allt snérist hér um sterka einstaklinga í stað þess að í dag snúast stjórnmálin um flokka.

Ég tel betra að  efla þingræðið á annan hátt. T.d. mætti taka það upp  að stjórnarandstaðan hefði formenn nefnda á alþingi og jafnvel að hún hefði forseta alþingis. Það fyrirkomulag hefur verið tekið upp á hinum Norðurlöndunum og hefur gefist vel og orðið til  þess,að þingmenn mismunandi flokka hafa orðið að vinna meira saman..Síðan mætti auka vægi formanna þingnefnda og í raun auka vægi þingsins yfirleitt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband