Mánudagur, 9. febrúar 2009
Seðlabanki og FME höfðust ekki að
Um það hefur verið deilt hvort Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið (FME) hefðu getað gert ráðstafanir í tíma til þess að afstýra hruni bankanna.Þessar stofnanir hafa úrræði til þess að stöðva mikla útþenslu bankanna.Seðlabankinn gat stöðvað lántökur bankanna erlendis en það voru einmitt hinar gífulegu lántökur erlendis,sem settu bankana í þrot.FME gat sett bönkunum skilyrði,gert kröfu um það,að þeir seldu eignir erlendis og minnkuðu umsvif sín.FME veitir bönkum og fjármálastofnunum leyfi til reksturs og getur svipt þá leyfi. Sameiginlega höfðu þessar tvær eftirlitsstofnanir nægar heimildir til þess að stöðva óeðlilega starfsemi bankanna en þær höfðust ekki að. Þær sátu með hendur í skauti. Seðlabankinn kveðst hafa varað ríkisstjórnina við og sagt,að bankarnir stæðu tæpt.Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra kannast ekki við þessi viðvörunarorð.Eftir að Seðlabankinn á að hafa varað ríkisstjórnina við snemma á sl. ári barst skýrsla frá Seðlabankanum sem sagði,að bankakerfið væri í lagi!
En það er ekki aðalatriði hvort Seðlabankinn hafi óformlega varað fyrrveranfi forsætisráðherra við.Aðalatriðið er,að Seðlabankinn hafði úrræði til þess að hafast að gegn bönkunum.Bankinn átti að beita þeim úrræðum einn og í samvinnu við FME.En ekkert var gert.Þessar eftirlitsstofnanir brugðust.
Ef til vill er það rétt,sem Gylfi Magnússon ,viðskiptaráherra,segir,að stefnan ( á tíma fjálshyggjunnar) hafi verið sú að gera ekkert.Í stað þess að veita bönkunum eftirlit og aðhald hafi þessar stofnanir verið í liði með bönkunum.Því fór sem fór.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.