Mánudagur, 9. febrúar 2009
Minnihlutastjórnin hækkar ekki skatta
Ríkisstjórnin hyggst ekki hækka skatta á starfstíma sínum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að skattar verði ekki hækkaðir á árinu.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þá lýst áhyggjum af því að ríkisstjórnin hygðist hækka skatta í ljósi ýmissa yfirlýsinga ráðherra ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir sagði þetta af og frá. Fundað yrði með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á næstu dögum og farið yfir það hvernig áætlun sjóðsins verði fylgt.(ruv.is)
Þetta er góð yfirlýsing hjá Jóhönnu. Það er gott,að ekki verði um skattahækkanir að ræða á þessu ári en síðar má taka upp hátekjuskatt.Þeir,sem miklar tekjur hafa geta látið meira af hendi rakna þó síðar verði.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.