Mánudagur, 9. febrúar 2009
Opinberar stofnanir brugðust eftirlitshlutverki sínu
Hagfræðingarnir Gylfi Zoega og Jón Danielsson skýrðu frá því í Kastljósi í kvöld,að þeir hefði skrifað skýrslu um bankahrunið.Skýrslan er ekki komin inn á netið ennþá. En Gylfi Zoega flutti erindi um málið í janúar. Þar sagði hann m.a.:
Opinberar stofnanir brugðust eftirlitshlutverki sinu og gættu ekki hagsmuna almennings í þeim uppgangi sem varð hér á landi síðustu árin. Á sama tíma lánuðu viðskiptabankarnir án þess að hafa varkárnissjónarmið að leiðarljósi auk þess að skuldsetja sig um of.
.
Ef það eru reglur í landinu þarf að fylgja þeim eftir, sagði Gylfi og bætti við að opinberar stofnanir hefðu átt að fylgjast með því sem var að gerast í bönkunum.
Gylfi rakti hvernig ríkt hefði mikil bjartsýni í viðskiptalífinu síðustu árin. Þannig hafi nægt framboð verið af lánsfjármagni og bankarnir einkavæddir.
Þetta var ekki bara ímyndun heldur voru góðir hlutir að gerast, sagði Gylfi og bætti við að bankarnir hefðu í stórum stíl staðið að baki fyrirtækjum sem starfa enn í dag.
Vorið 2007 hefði hins vegar hafist sú atburðarrás sem leitt hefði til hruns íslensku bankanna og íslensks efnahagslífs. Fasteignaverð í Bandaríkjunum hefði farið lækkandi, bankar erlendis byrjað að tapa fé sem síðan hefði lokað á lánagetu þeirra. Í kjölfarið hafi verið erfitt að fá lán inn í íslenska fjármálakerfið og afleiðingarnar þekkjum við öll, sagði Gylfi við troðfulla Hringstofu í Háskólatorgi.
Þannig lýsti Gylfi því hvernig einstaklingum hefði fundist í lagi að eyða um efni fram og skuldsett sig í þeirri von að eignir þeirra myndu hækka í verði. Að sama skapi hefðu fyrirtæki og ekki síst bankarnir skuldsett sig í þeirri von að eignir þeirra myndu vaxa.
Það sem Gylfi segir hér að framan er mjög
i samræmi við það,sem ég hefi skrifað um málið'.Ég er sammála.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.