Ólafur Ragnar vill ekki borga þýskum sparifjáreigendum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við blaðið Financial Times Deutschland í dag að hann hafni því að þýskum sparifjáreigendum verði bætt tap, sem þeir hafa orðið fyrir vegna innlagna á Edge-reikninga Kaupþings í Þýskalandi.

„Þjóðverjar verða að skilja að fólkið á Íslandi hefur tapað öllu," segir Ólafur Ragnar í frétt, sem birtist undir fyrirsögninni „Ísland hafnar þýskum sparifjáreigendum". Frétt þessi hefur þegar vakið athygli í Þýskalandi og hafa alþjóðlegar fréttastofur tekið hana upp.

Í ljósi þessa verði ekki lagt á íslenska skattgreiðendur að standa einnig skil á tapi þýskra sparifjáreigenda. Það sé „óréttlátt" að þýskir innistæðueigendur búist við því að Ísland beri „allan þunga" fjármálakreppunnar, er haft eftir forsetanum.

„Ég er hissa á kröfum vina okkar í útlöndum," segir hann. Alþjóðlega fjármálakreppan sé ekki bara mál Íslendinga, er haft eftir honum. Evrópska bankakerfið beri mun fremur ábyrgð og aðkallandi sé að gera umbætur á því.

 

Í frétt Financial Times Deutschland kennir Ólafur Ragnar auk evrópsks bankakerfis Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, um fjármálakreppuna á Íslandi vegna þess að hann hafi beitt hryðjuverkalögum á Íslendinga. „Gordon Brown og fleiri líta hrokafullir niður á Ísland," er haft eftir Ólafi Ragnari. Ákvörðun Browns um að setja Ísland á listann yfir „hryðjuverkaríki" hafi gert „illt verra". Kaupþing hafi verið fellt með einhliða aðgerð Bretanna. Að sögn Ólafs Ragnars skuldi Brown Íslendingum skýringu á aðgerðum.(mbl.is)

Þessi einarða afstaða forseta Íslands vekur mikla athygli. Menn eru mjög ósammmála um það hér á landi hvort greiða eigi Ice sAVE  reikninga og aðra sparifjárreikninga,sem íslenskir bankar stofnuðu til erlendis. Margir telja,að Ísland hafi hreinlega ekki efni á því að borga þá og svo er bent á að tilskipun ESB gerir ekki ráð fyrir,að íslenska ríkið borgi heldur tryggingarsjóður innstæðna.

 

Bj0rgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband