Ekki kemur til greina að skerða lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum

Morgunblaðið skýrir frá því í morgun,að sennilega verði að skerða lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum um allt að 10 % nema hjá Lífeyrissjóði   ríkisstarfsmanna.Ekki þurfi að skerða lífeyrisgreiðslur úr honum. Sagt er,að þetta verði að gera þar eð lífeyrissjóðirnir hafi tapað miklu á bankakreppunni.Áður  voru lífeyrissjóðirnir búnir að græða mikið á verðbréfabraski utan lands og innan. Ekki var lífeyrir til lífeyrisþega hækkaður um eina krónu af þeim sökum. Nei,gróðinn safnaðist upp í lífeyrissjóðunum.Þess vegna á ekki fremur að skerða  greiðslur úr lífeyrissjóðum nú,þegar sjóðirnir hafa tapað einhverju fé.Það kemur ekki til greina að skerða greiðslur úr lífeyrissjóðunum

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband