Deilt um álver á Bakka á alþingi

Eftir hádegið á morgun fer fram umræða utan dagskrár á Alþingi um áform ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Málshefjandi verður Ólöf Nordal, en Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra verður til andsvara.

Í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar kemur fram að engin ný áform um álver verði á dagskrá hennar. Má gera ráð fyrir því að tekist verði á um það hvað eru ný áform og hvað ekki.(mbl.is)

Iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir,að álver á Bakka falli undir gömul áform. Þannig að álver verður reist við Bakka,ef áhugi álframleiðandans er enn fyrir hendi.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband