Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Lögreglan bannar mótmæli við Seðlabankann
Um 30 manns eru við Seðlabanka Íslands og krefjast þess að Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, seðlabankastjórar, segi af sér. Þetta er þriðji morgunninn í röð sem mótmælt er við bankann. Fólkið ber á potta og pönnur sem fyrr til að skapa sem mest læti. Lögreglan hefur dreift blaði til mótmælenda þar sem fram kemur að bannað sé að vera með læti á almannafæri og að sækja þurfi um leyfi til þess.(runv.is)
Ekki er gott,að mótmælendur trufli vinnu við vinnustaði eins og Seðlabankann.Því er eðlilegt að lögreglan bendi á,að slík truflun sé ekki heimil.Það þarf leyfi fyrir útifundum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.