Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Jón Baldvin og Björn Bjarnason deila um EES
Björn Bjarnason skrifaði harða árásargrein á Jón Baldvin í Mbl. í gær og sakaði hann um að eiga stóran þátt í bankahruninu með lögleiðingu EES samningsins hér á landi en vegna þess samnings var opnað fyrir frjálsa fjármagnsflutninga milli Íslands og EES.Sagt er,að vegna tilskipunar ESB þurfi Ísland að greiða Icesave reikninga. ( Ég er að vísu ekki sammála því)Jón Baldvin svarar Birni Bjarnasyni í Mbl. í dag og rifjar upp að Björn Bjarnason greiddi atkvæði með EES á alþingi. Björn er því í þessu efnui jafnsekur Jóni Baldvin ef um sekt er að ræða.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.