Eiríkur Guðnason samþykkir ósk Jóhönnu um að hætta í Seðlabankanum

Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri ætlar að hætta í kjölfar áskorunnar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Hún hvatti á dögunum seðlabankastjóranna þrjá til að víkja, svo ná mætti sátt um bankann.

Félagi Eiríks, Ingimundur Friðriksson, hefur þegar vikið úr stóli seðlabankastjóra en það hefur þriðji bankastjórinn, Davíð Oddsson, hins vegar ekki gert. Þeir Ingimundur og Eiríkur hafa átt í bréfaskiptum við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Eiríkur sendi henni nýtt bréf í gær. Þar segir hann meðal annars, og vísar til fyrra bréfs Jóhönnu.

,,Ég þakka fyrir það sem þér segið í framangreindu bréfi um mig. Ennfremur fagna ég því, sem segir í bréfinu, að forsætisráðherra vilji tryggja svo sem kostur er að sem minnst röskun verði á starfsemi Seðla-banka Íslands við fyrirhugaðar stjórnskipulagsbreytingar."

Hér vísar Eiríkur til fyrirhugaðra breytinga á yfirstjórn Seðlabankans, með nýjum lögum sem liggja fyrir Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu á að fækka seðlabankastjórunum úr þremur í einn.

Eirkíkur heldur áfram: ,,Í ljósi þessa stefni ég nú að því að biðjast lausnar frá embætti bankastjóra frá og með 1. júní næstkomandi og mun bréf því til staðfestingar verða sent í tæka tíð.

Virðingarfyllst, Eiríkur Guðnason, bankastjóri."

Það er þakkarvert,að Eiríkur Guðnason skuli verða við ósk forsætisráðherra um að hætta í Seðlabankanum.Eiríkur vill hætta 1.júní.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband