Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Mats Josefsson: Bankastjórar og eigendur gömlu bankanna bera ábyrgð á hruni þeirra
Bankastjórar og eigendur gömlu bankanna geta ekki vikið sér undan því að þeir, og þeir einir, bera ábyrgð á því hvernig fór fyrir bönkunum, segir Mats Josefsson, sérfræðingur ríkisstjórnarinnar við endurreisn fjármálakerfisins. Hann segir ríkisstjórnina þurfa að koma með ákveðnari hætti að rekstri nýju bankanna og að stjórnendur þeirra þurfi að átta sig á breyttum aðstæðum.
Mats Josefsson er sænskur sérfræðingur í bankakreppum sem komið hefur að endurreisn fjármálakerfa í heimalandi sínu Svíþjóð, Noregi og víðar. Áður en hann tók við formennsku í samræmingarnefnd ríkisstjórnarinnar um endurreisn fjármálakerfisins var hann sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og var í hópi sérfræðinga sem hafði Ísland og önnur Norðurlönd á sinni könnu.
Á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í morgun sagði hann bankakreppur ekki óþekkt fyrirbæri en algert hrun eins og í íslenska bankakerfinu væri nánast óþekkt. Ríkisstjórnin samþykkti áætlun samræmingarnefndarinnar á fundi sínum í gær. Á blaðamannafundinum í morgun fór Josefsson yfir áætlun og tilögur nefndarinnar. Hann sagði óþarfa að ætla sér að uppgötva hjólið í þessum efnum, vegna þess að til væru þekktar leiðir sem gefist hefðu vel.
Meðal þess sem nefndin leggur til er að sett verði á laggirnar eignaumsýslufélagi í eigu ríkisins, sem tæki yfir endurskipulagningu 10 til 15 stærstu fyrirtækjanna í landinu sem ættu í erfiðleikum og teldust verða þjóðhagslega mikilvæg. Bankarnir teldu að þeir gætu valdið þessu hlutverki en þeir gætu það ekki. Þá þyrftu stjórnendur nýju bankanna að átta sig á því að þeir gætu ekki rekið viðskipti eins og venjulega eða tíðkaðist fyrir tíma bankahrunsins. Þeir þyrftu líka að átta sig á því að nú væru bankarnir í ríkiseign.
Þá sagði Josefsson að ríkisstjórnin þyrfti líka að átta sig á nýju hlutverki sínu sem eigenda bankanna. Hún hefði ekki fyrr en nú sýnt að hún ætlaði að koma með meira stefnumarkandi hætti að rekstri og framtíðaruppbyggingu bankanna. Þá telur Josefsson bagalegt að ekki skuli hafa verið lagt fram yfirlit yfir eignir og skuldir nýju bakanna, en bjóst við að það yrði gert bráðlega. Mats Josefsson var þrátt fyrir allt bjartsýnn á að íslendingum og íslensku bankakerfi muni takast að endurheimta traust á alþjóðavettvangi ef stjórnvöldum og bankakerfinu tækist að vinna eftir þeim áætlunum sem lagðar hafa verið fram.(visir.is)
Mats Josefsson er sænskur sérfræðingur í bankakreppum sem komið hefur að endurreisn fjármálakerfa í heimalandi sínu Svíþjóð, Noregi og víðar. Áður en hann tók við formennsku í samræmingarnefnd ríkisstjórnarinnar um endurreisn fjármálakerfisins var hann sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og var í hópi sérfræðinga sem hafði Ísland og önnur Norðurlönd á sinni könnu.
Á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í morgun sagði hann bankakreppur ekki óþekkt fyrirbæri en algert hrun eins og í íslenska bankakerfinu væri nánast óþekkt. Ríkisstjórnin samþykkti áætlun samræmingarnefndarinnar á fundi sínum í gær. Á blaðamannafundinum í morgun fór Josefsson yfir áætlun og tilögur nefndarinnar. Hann sagði óþarfa að ætla sér að uppgötva hjólið í þessum efnum, vegna þess að til væru þekktar leiðir sem gefist hefðu vel.
Meðal þess sem nefndin leggur til er að sett verði á laggirnar eignaumsýslufélagi í eigu ríkisins, sem tæki yfir endurskipulagningu 10 til 15 stærstu fyrirtækjanna í landinu sem ættu í erfiðleikum og teldust verða þjóðhagslega mikilvæg. Bankarnir teldu að þeir gætu valdið þessu hlutverki en þeir gætu það ekki. Þá þyrftu stjórnendur nýju bankanna að átta sig á því að þeir gætu ekki rekið viðskipti eins og venjulega eða tíðkaðist fyrir tíma bankahrunsins. Þeir þyrftu líka að átta sig á því að nú væru bankarnir í ríkiseign.
Þá sagði Josefsson að ríkisstjórnin þyrfti líka að átta sig á nýju hlutverki sínu sem eigenda bankanna. Hún hefði ekki fyrr en nú sýnt að hún ætlaði að koma með meira stefnumarkandi hætti að rekstri og framtíðaruppbyggingu bankanna. Þá telur Josefsson bagalegt að ekki skuli hafa verið lagt fram yfirlit yfir eignir og skuldir nýju bakanna, en bjóst við að það yrði gert bráðlega. Mats Josefsson var þrátt fyrir allt bjartsýnn á að íslendingum og íslensku bankakerfi muni takast að endurheimta traust á alþjóðavettvangi ef stjórnvöldum og bankakerfinu tækist að vinna eftir þeim áætlunum sem lagðar hafa verið fram.(visir.is)
Hér talar sænski bankasérfræðingurinn skýrt. Bankastjórar og eigendur bankanna keyrðu þá í þrot. Það breytir ekki hinu,að eftirlitsstofnanir brugðust. Þær sváfu á verðinum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.