Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Leikaraskapur á alþingi
Landsmenn hafa getað fylgst með störfum alþingis að undanförnu eins og áður en sjónvarpað er frá öllum fundum alþingis.Það blasir ekki falleg mynd við: Stanslaus framíköll,hróp og hlátrar.Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn fór í stjórnarandstöðu hefur verið hálfgert upplausnarástand á þinginu,þar eð flokkurinn gerir allt til þess að trufla þingstörfin. Við bætist ,að þingmenn flokksins eru farnir að nota þingið til undirbúnings prófkjörum og gera að umtalsefni ýmis smámál,sem þeir blása upp í auglýsingaskyni.Er ekki kominn tími til að þingmenn hætti þessum leikaraskap og snúi sér að alvarlegri málum. Þjóðin er á barmi gjaldþrots og það er kominn tími til að þingmenn snúi bökum saman og reyni að leysa vandamál þjóðarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er þyngra en tárum tekur. Virkilega dapurlegt.
hilmar jónsson, 11.2.2009 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.