Meirihluti fyrir hvalveiðum á alþingi

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Frjálslynda flokksins, auk Jóns Magnússonar, sem er utan flokka, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að veiðum á hrefnu og langreyði verði haldið áfram og veiðileyfi gefin út til næstu fimm ára.

Árlegur heildarafli verði eins og kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Þingmennirnir sem standa að tillögunni eru 36 talsins og því er ljóst að meirihluti er fyrir málinu á Alþingi, hver sem afstaða stjórnarflokkanna verður.

Auk þeirra hafa einstaka þingmenn Samfylkingarinnar lýst stuðningi við hvalveiðar. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið til endurskoðunar ákvörðun forvera síns í embætti um að heimila áframhaldandi veiðar. Hann mun kynna ákvörðun sína innan tveggja vikna.(visir.is)

Erfitt verður fyrir sjávarútvegsráðherra að ganga gegn þinginu. Hins vegar er það á valdi ráðherra hvernig veiðileyfum verður úthlutað og hvenær.

 

Björgvin Guðmmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband