Geir Haarde á BBC í morgun


Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki rætt við Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, eftir að hryðjuverkalögin gegn Íslendingum voru sett á í október. Hann telur hins vegar að hann hefði ef til vill átt að ræða við hann eftir atburðina. Þetta kom fram í samtali Geirs við Stephen Sackur, stjórnanda sjónvarpsþáttarins HardTalk, í gegnum gervihnött á BBC World News núna í morgun.

Geir neitaði að biðjast afsökunar á efnahagshruninu þegar að Sackur innti hann eftir afsökunarbeiðni á sínum þætti málsins. Hann sagði að ef hann myndi biðjast afsökunar myndi hann gera það heima fyrir en ekki í sjónvarpsþætti í BBC. Ef hann bæðist afsökunar yrði það eftir að rannsóknarnefnd um bankahrunið lyki störfum. Geir sagði að erfitt hefði verið að grípa inn í vöxt bankanna vegna þess alþjóðlega reglugerðaverks sem bankarnir hafi verið í. Hann sagðist hafa talið að bankarnir stæðu á traustum grunni þegar að ársfundur Seðlabanka Íslands var haldinn í mars. Hann hefði talið að bankarnir gætu fjármagnað sig að minnsta kosti út árið 2009 og stjórnendur þeirra gætu átt auðvelt með að minnka þá og gera þá viðráðanlegri.

Geir sagði að auðvelt væri að segja núna eftirá að menn hefðu átt að gjalda varhug við því að bankarnir væru 10 sinnum stærri en landsframleiðslan. Hann minnti jafnframt á að fall bankanna væri að hluta til komið vegna aðstæðna á alþjóðlegum markaði. Íslendingar hefðu til dæmis ekki getað séð fall Lehman bankans fyrir.(visir.is)

Ég er ekki sammála því að erfitt hafi verið að grípa inn í vöxt bankanna.Ef eftirlitsstofnanir hefðu staðið sig hefðu þær bent á hættuna af ofvexti bankanna og  gert kröfu um sölu eigna og sett skilyrði um að bankar yrðu sviptir leyfum ,ef þeir yrðu ekki við þessum kröfum.Geir er í raun að réttlæta eftirlitsleysi og  réttlæta að gera ekki neitt.En vegna aðgerðarleysis fóru bankarnir í þrot.

 

Björgvin Guðmundsson



 
















 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband