136 félög á Tortola eyju stunduðu viðskipti á Íslandi!

Alls fengu 136 félög, sem eru skráð til heimilis á Tortola-eyju, leyfi til að stunda viðskipti á Íslandi á árunum 2000 til 2008. Þetta kemur fram í tölum frá Fyrirtækjaskrá sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Kaupþing er skráður umboðsaðili 52 þessara félaga, eða um 40 prósenta þeirra.

Bankinn fékk leyfi fyrir 23 af þessum 52 félögum á árinu 2008 og þar af fengu tíu starfsleyfi síðustu tvo mánuðina fyrir bankahrun.

Þorri þeirra félaga sem skráð eru á Tortola og starfa hérlendis er í umsjón stóru viðskiptabankanna þriggja, eða 87 talsins.

Nokkur þeirra félaga sem Kaupþing og Landsbankinn höfðu umsjón með voru um tíma á meðal stærstu eigenda í bönkunum sjálfum. Raunverulegt eignarhald þeirra er hins vegar á huldu og aðrir þátttakendur á hlutabréfamarkaði gátu ekki vitað hverjir áttu félögin.

Fjármálaeftirlitið (FME) aflar einungis upplýsinga um slíkt eignarhald vegna rannsókna á einstökum málum, svo sem í tengslum við virka eignarhluti samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX-kauphallarinnar á Íslandi, segir sitt fyrirtæki ekki fara fram á slíkar upplýsingar, enda séu fjármálafyrirtæki undir eftirliti FME, ekki kauphallarinnar.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið, segir starfsemi erlendu félaganna á Íslandi klárlega vera athugunarefni og að umsvif þeirra verði könnuð.(mbl.is)

Fyrrverandi ríkisskattstjóri hefur bent á,að  íslensk fyrirtæki hafi leitað skattaskjóls  á Tortola eyju og víðar erlendis. Væntanlega verður kannað hvort einhver þessara fyrirtækja hafi verið að skjóta undan peningum frá Íslandi.Nýr sérstakur saksóknari segist munu kanna málið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 

| 09:10

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband