Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Auka þarf jöfnuð í þjóðfélaginu
Meðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sat við völd gagnrýndi ég það iðilega í greinum,að skattastefnan væri slík,að hún yki ójöfnuð í þjóðfélaginu. Hátekjuskattur var afnuminn og skattar auknir á þeim sem höfðu lágar og meðaltekjur en skattar voru lækkaðir á háum tekjum! Þessu mótmælti fyrrverandi fjármálaráðherra,Árni Mathiesen. En í skýrslu,sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt í lok nóvember sl. kom fram,að gagnrýnin á skattastefnu stjórnvalda var réttmæt.Í skýrslunni sagði svo m.a:" Hérlendis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins á liðnum árum eftir að hátekjuskattur var afnuminn og raunlækkun varð á persónuafslætti umfram lækkun álagningarhlutfalls " Þannig má segja,að fjármálaráðuneytið sjálft hafi leiðrétt málflutning ráðherrans.
Sá maður,sem gagnrýni mest ójafnaðarstefnu stjórnvalda í skattamálum var Ólafur Ólafsson fyrrv. landlæknir en hann gagnrýndi þessa stefnu harðlega sem formaður FEB í Reykjavík.Þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Stefán Ólafsson prófessor gagnrýndu einnig þessa stefnu harðlega.
Samfylkingin lofaði því fyrir kosningarnar 2007 að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Flokkurinn kom því fram í ríkisstjórn,að skattleysismörkin væru hækkuð.Það hjálpar nokkuð en of lítið skref var stigið.Það þarf að laga skattkerfið mikið meira.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.