Embætti forsetans og stjórnarmyndanir

Björn Ingi Hrafsson segir,að það sé opinbert leyndarmál að  forsetinn  hafi haft afskipti af myndun minnihlutastjórnar Samfylkingar og VG.Áður hafa bæði Sturla Böðvarsson og Geir Haarde sagt það sama.

Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var mynduð    lét forsetinn ekki marga fá stjórnarmyndunarumboð eins og algengt er heldur  gekk hreint til verks og fékk Geir Haarde umboð til stjórnarmyndunar.Hann skynjaði þá,að  ekki þurfti að tefja málið með  öðrum viðræðum.Hið sama gerðist nú.Forsetinn vissi,að eini raunhæfi stjórnarmyndunarmöguleikinn var stjórn  Samfylkingar og VG. Ásgeir Ásgeirsson átti sem forseti þátt í myndun viðreisnarstjórnarinnar á sínum tíma. Það var ekki gagnrýnt. Það er ekki fremur nú ástæða til þess að gagnrýna þátt forsetans í myndun ríkisstjórnarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband