Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Viðskiptaráðherra: Réttast að taka upp evru
Upptaka evru er rökrétt framhald uppbyggingar íslensk fjármálakerfis, að mati Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. Aðrir kostir kunni þó að vera til staðar og þar á meðal myntsamstarf við Norðmenn. Það er þó langsótt, að hans mati. Gylfi sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að aðild Íslands að Evrópusambandinu væri umdeild hér á landi, sérstaklega út af sjávarútvegsstefnu sambandsins.
Gylfi telur nauðsynlegt að vissar breytingar verði gerðar áður en Ísland gangi í Evrópusambandið. Til að mynda verði að aðlaga íslenska hagkerfið að myntsvæði sambandsins.(visir.is)
Gylfi telur nauðsynlegt að vissar breytingar verði gerðar áður en Ísland gangi í Evrópusambandið. Til að mynda verði að aðlaga íslenska hagkerfið að myntsvæði sambandsins.(visir.is)
Evru má taka upp einhliða enda þótt Ísland hafi ekki tekið ákvörðun um aðild að ESB. Margir sérfræðingar telja þó,að það væri ekkert vel séð hjá ESB. Það er einnig erfitt þar eð Ísland hefði þá ekki Seðlabanka Evrópu sem bakhjarl. En ef Ísland bíður eftir aðild að ESB getur það tekið nokkur ár.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.