Föstudagur, 13. febrúar 2009
Ætla að stofna listamiðstöð í kaffibrennslu Kaaber
Stofnun í eigu Francescu von Habsburg, sem sýnir, kynnir og safnar alþjóðlegri samtímamyndlist, Nýlistasafnið og dánarbú Dieters Roth hafa kynnt hugmyndir um nýja lista- og menningarmiðstöð í Reykjavík. Er sjónum beint að fyrrverandi húsnæði kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber við Sætún.
Francesca von Habsburg hefur lýst því yfir að stofnun hennar sé reiðubúin að leggja fram allt að eina milljón evra, um 150 milljónir króna, til að hrinda verkefninu í framkvæmd.
Í dag verða boðin upp í London þrjátíu listaverk úr safni von Habsburg en fyrir andvirðið hyggst hún fjárfesta í íslenskri listsköpun og menningu.(mbl.is)
Þetta er goitt framtak hjá þesasum aðilum og getur væntanlega orðið lyftistöng fyrir listalífið á Íslandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.