Gætu tapað 51 milljarði á Baugi

Óöruggar veðkröfur íslenskra lánveitenda á Baug Group nema 51 milljarði íslenskra króna, samkvæmt Project Sunrise, sérstakri skýrslu um endurreisn Baugs. Hér er um að ræða lán annarra en föllnu bankanna þriggja.

Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, segir að veðkröfur lánveitenda Baugs á síðari veðréttum séu flokkaðar „óöruggar" í Project Sunrise, þrátt fyrir að tryggingar séu í reynd til staðar, þar sem veðin hafi rýrnað töluvert í verði eftir bankahrunið.

Meðal kröfuhafanna eru þrír sparisjóðir, sem eiga samtals kröfur upp á 12,2 milljarða króna. Ef veðkröfurnar reynast ótryggar yrði þrot Baugs þungt högg fyrir þá sparisjóði sem í hlut eiga.

Meira en þriðjungur hinna óöruggu krafna eru vegna skulda Baugs við tengda aðila eins og Landic Property, Fons og Stoðir. Nema þær samtals 131,4 milljónum punda, eða 19,3 milljörðum króna.(mbl.is)

Eigendur og stjórnendur Baugs róa nú lífróður fyrir fyrirtækið.Ég tel,að það séu helmingslíkur á að unnt verði að bjarga fyrirtækinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

.

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband