Fráleitar sögur um peningaþvætti Rússa á Íslandi

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi viðskiptaráðherra, kannast ekki við að rússneskir auðjöfrar hafi notað Ísland til peningaþvættis fyrir auðmenn sem hliðhollir voru Valdimir Pútín. Hún geti þó ekki fullyrt að eitthvað slíkt hafi ekki gerst.

Boris Beresovskí, rússneskur auðmaður, fullyrti í sjónvarpsþætt á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í gærkvöldi að á undanförnum árum hefðu auðmenn, hliðhollir ráðamönnum í Rússlandi, sölsað undir sig óhemju mikla fjármuni og komið þeim svo í umferð víða á Vesturlöndum með kaupum á fyrirtækjum. Beresovskí tilgreindi sérstaklega að Ísland hefði verið notað í þessum tilgangi.

Valgerður Sverrisdóttir var iðnaðar og viðskiptaráðherra á árunum 1999 til 2006.  Hún kannast ekki við að hafa heyrt um að Ísland hafi verið notað til peningaþvættis fyrir rússneska auðmenn. 

Allar þessar skýrslur séu til.  Valgerður segir að unnið hafi verið að því áfram að bæta löggjöfina um peningaþvætti eftir að hún fór úr ráðuneytinu. 

Í þættinum tók Beresovskí  sem dæmi áform rússneskra stjórnvalda um að veita Íslandi stórt lán í kjölfar bankahrunsins en með því ætluðu þau að þvo illa fengið fé og seilast til áhrifa í einu af ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem lesin var upp á Sky var fullyrðingum Beresovskís vísað á bug og bent á að allar reglugerðir ESB um fjármagnsflutninga giltu hér á landi. Þá hefði ekkert lán verið afgreitt frá Rússum. (ruv.is)

Þetta er greinilega allt uppspuni hjá þessum Beresovski.Fráleitust er kenning hans um að Rússar hafi ætlað að þvo peninga með því að veita okkur lán.Lán Rússa var hluti af lánveitingum IMF og annarra landa.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þegar stjórnmálamenn nota setninguna: "Kannast ekki við" fara að renna á mann tvær grímur.

Finnur Bárðarson, 13.2.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband