Réttast væri að náða Birgi Pál

Birgir Páll Marteinsson, 25 ára, var  dæmdur í sjö ára fangelsi í Færeyjum fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu. Þá var Birgir dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Þetta var mjög þungur dómur.Hann afplánar nú refsingu sína á Litla Hrauni.

Birgir Páll sagði sögu sína í Kastljósi í gærkveldi. Samkvæmt henni báðu félagar hans   hann að geyma bakpoka og grafa hann.Það var eina aðild hans að Pálstjórnumálinu. Hann var ekki með í skipulagningu smyglsins og vissi ekkert um undirbúning og skipulagningu. En sjálfsagt  hlýtur hann að hafa vitað,að það væru fíkniefni í bakpokanum.Hann var látinn sitja í einangrun í fangelsi í Færeyjum mjög lengi eins og um  dæmdan morðingja væri að ræða. Birgir Páll segir,að saksóknarinn í málinu  hafi verið mjög harður þar eð hann (hún) hefði orðið fyrir slæmri lífsreynslu vegna fíkniefnamáls.Hin langa einangrun,sem, Birgir  Páll mátti sæta og hinn langi dómur,sem hann fékk er mjög óeðlilegur miðað við afbrotið. Talið er,að  hann hefði fengið 1 1/2 -2 ár hér.Birgir Páll hefur sætt það miklu harðræði í Færeyjum og fengið svo óeðlilega langan dóm,að réttast væri að náða hann nú.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband