Föstudagur, 13. febrúar 2009
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur auka fylgi sitt
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Þar segir einnig að fylgi Framsóknarflokksins dali heldur og mælist nú 14,9% en var 17,2% í janúar. Fjöldi þeirra sem sagðist myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka en buðu fram síðast fækkar úr 7,9% frá í janúar í 6,6% nú.
Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 24,1%. Þetta er veruleg aukning frá síðustu könnun þegar fylgi flokksins mældist einungis 16,7%. Síðasta könnun var framkvæmd dagana 20-21 janúar þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst og tveim dögum áður en tilkynnt var um slit ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Síðasta könnun sýnir því glöggt hve erfið staða Samfylkingarinnar í ríkisstjórnarsamstarfinu var orðin.(mbl.is)
Kannanir eru mj0g misjafnar eftir því hver framkvæmir þær. Mér virðast kannanir Gallup og Fréttablaðsins einna öruggastar.
Björgvin Guðmundsson
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.2.2009 kl. 09:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.