Kærleiksganga á Austurvelli í dag og kringum Tjörnina

Í dag kl. 18:00 munu hundruð manns taka þátt í hátíð í þeim tilgangi
að skapa jákvæða stemningu og jarðveg fyrir bjartsýni og von á þessum erfiðum tímum, segir í fréttatilkynningu. Fólk safnast saman á Austurvelli þar sem þekktir einstaklingar leggja fram fallega hugsun og hvatningu.

Að lokinni athöfn á Austurvelli hefst Kærleiksgangan. Gengið verður
með kyndla í kringum Tjörnina og leikin þekkt ástarlög. Þá sameinast kórar Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn og taka lagið undir stjórn Harðar Áskelssonar./mbl.is)

Það er skemmtileg tilbreyting að efna til kærleiksgöngu og fagna einhverju jákvæðu eftir mótmælin undanfarið. Vissulega hafa ekki allar kröfur náð að ganga  en ei að síður, skemmtileg tilbreyting.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband