Mótmælafundur við Austurvöll í dag

Raddir fólksins standa fyrir mótmælafundi á Austurvelli á morgun kl. 15.  Þetta er nítjandi mótmælafundurinn í röð. Talsmenn samtakanna áttu fund með forsætisráðherra í dag þar sem staða seðlabankans og Davíðs Oddssonar var rædd. 

Yfirskrift fundarins er sem fyrr „Breiðfylking gegn ástandinu“. Fram kemur í tilkynningu að krafan sé skýr: „Stjórn Seðlabankans verður að víkja.“

„Talsmenn Radda fólksins áttu fundi með viðskiptaráðherra og forseta ASÍ miðvikudaginn 11. febrúar sl., svo og forsætisráðherra föstudaginn 13. febrúar. Staða Seðlabankans og hústaka Davíðs Oddssonar var m.a. rædd á þessum fundum og ljóst að ráðherrar og forseti ASÍ eru sammála um þjóðhagslegt mikilvægi þess að leysa stjórnunarvanda Seðlabankans með öllum ráðum,“ segir í tilkynningunni.

 Elísabet Jónsdóttir, sem er ellilífeyrisþegi, mun tala.(mbl.is)

Ég taldi,að ekki yrðii mótmælafundur í dag. En það er enginn bilbugur  á Röddum fólksins og samtökin hafa verið að mótmæla við Seðlabankann nær alla vikuna. Viðræður samtakanna við ráðamenn eru einnig athyglisverðar. Þau eru nú bæði búin að eiga fund með forseta og forsætisráðherra. Enginn vafi er  á því,að  samtökin hafa þegar haft mikil áhrif.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband