Laugardagur, 14. febrúar 2009
Á ekki að fylgja ráðum sænska bankamálasérfræðingsins?
Tillögur sænska bankamálasérfræðingsins,Mats Josefsson, um endurreisn bankakerfisins hér,vöktu mikla athygli.Hann sagði,að ef tillögurnar væru framkvæmdar strax gæti endurreisnin gerst mjög hratt og Ísland komist hratt út úr kreppunni.En ekkert bólar á að það eigi að fylgja ráðum Svíans. Það virðist vera sami seinagangurinn hjá núverandi ríkisstjórn eins og hjá þeirri fyrri. Josefsson lagði til,að stofnað yrði eignarhaldsfélag á vegum ríkisins ( eða ríkisbankanna) og 10-15 skuldsettum fyrirtækjum yrði komið þar fyrir til endurskipulagningar.Þetta þyrfti að gera hratt. En mér vitanlega hefur ekkert verið gert í þessu enn.Fjölmargar aðrar tillögur gerði Josefsson og nefnd hans en ekkert bólar enn á framkvæmdum. Það verður aðp drífa hlutina áfram. Við megum engan tíma missa.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.