Styð Ingibjörgu Sólrúnu sem formann

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag.

Þar gagnrýndi Jón Baldvin forystu Sjálfstæðisflokksins harðlega. Flokkurinn hefði byggt upp rotið og spillt valdakerfi og skilið samfélagið eftir sem brunarústir. Samfylkingin þyrfti hins vegar einnig að líta í eigin barm. Hún þyrfti að gera sömu kröfu til sjálfrar sín og hún gerði til annarra um að axla ábyrgð. Forysta Samfylkingarinnar hefði brugðist og ekki staðið vaktina. Því bæri formanni flokksins að víkja.
(visir.is)
Ég er ekki sammmála Jóni Baldvin í þessu efni. Ég styð Ingibjörgu Sólrúnu til formanns,ef heilsa hennar leyfir,að hún gegni áfram leiðtogastörfum.Ef Ingibjörg Sólrún víkur af heilsufarsástæðum tel ég,að ungur maður eigi að taka við formennsku.Við eigum marga góða og frambærilega menn og konur. Jóhanna kæmi til greina í stuttan tíma til þess að brúa bil en æskilegra er að fá  nýjan ungan mann ef Ingibjörg Sólrún hættir. Jón Baldvin var hættur stjórnmálum að eigin frumkvæði og menn geta ekki hoppað inn á ný,þegar þeim hentar.
Björgvin Guðmundsson



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband