Laugardagur, 14. febrúar 2009
ISG: Samfylkingin hefur axlað ábyrgð
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir Samfylkinguna hafa axlað ábyrgð á stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn með því að slíta því. Jón Baldvin Hannibalsson verði að láta á það reyna hvort hann eigi stuðning flokksins vísan.(ruv.is)
Ekkert fararsnið er á Ingibjörgu Sólrúnu úr leiðtogasætinu.Hún svarar Jóni Baldvini fullum hálsi.Ingibjörg Sólrún er nú á Kanaryeyjum að hvíla sig og safna kröftum eftir aðgerðina sem hún fór í. Svo virðist sem hún sé staðráðin í að koma til baka af fullum krafti.Ég hefi ekki trú á því,að Jón Baldvin reyni að fella hana sem formann.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.