Er unnt að kyrrsetja eignir auðjöfranna?

Talsverðar umræður hafa orðið um þá tillögu,að eignir auðmanna verði kyrrvettar.Talið er,að auðjöfrar hafi komið talsverðum eignum undan  í skattakjól erlendis,á Jómfrúreyjum og víðar.Það mundi hjálpa Íslandi mikið ef  þessir peningar allir kæmu heim og yrðu til aðstoðar við uppbygginguna hér.Kanslari Þýskalands sagði við þýska auðmenn: Komið þið heim með eignir ykkar,sem faldar eru erlendis.Ef þið gerið það ekki verða þær kyrrsettar.Hið sama gætu íslensk  stjórnvöld sagt

Mönnum greinir á um það hvort það standist lög og stjórnarskrá að kyrrsetja eignir.Bent hefur verið á,að nóg sé að kalla grunaða menn fyrir til yfirheyrslu og  strax í framhaldi af því geti kyrrsetning eigna farið fram.Það var talað um ákvarðanafælni hjá fyrri ríkisstjórn en svo virðist sem  hún sé einnig fyrir hendi hjá núverandi stjórn.Krafa almennings er sú,að  auðmennirnir komi   heim með peningana,sem geymdir eru erlendis.Ef breyta þarf lögum til þess að það sé unnt á að gera það. En það má ekki bíða.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband