Samfylkingin stærsti flokkur landsins

Fylgi Samfylkingarinnar eykst talsvert, samkvæmt nýrri könnun Gallups en fylgi vinstri grænna dalar þó nokkuð. Samfylkingin mælist nú stærst flokka. Könnun Gallups var net- og símakönnun gerð dagana 30. janúar til 15. febrúar; það er um það bil sá tími sem ný ríkisstjórn hefur setið.

Niðurstöður könnunarinnar eru m.a. þær að 62% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina. Þá hafa nokkrar breytingar orðið á fylgi flokkanna frá síðustu könnun sem birt var um síðustu mánaðamót. Þannig eykst fylgi Samfylkingarinnar talsvert og mælist nú 27,7%, það er aukning um 6 prósentustig frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig.

Fylgi hans mælist nú 25,8% en það er hæsta fylgi flokksins frá því í haust. Fylgi vinstri grænna mælist hins vegar hið minnsta frá því í haust, 24,1% styðja þá í dag. Framsóknarflokkurinn heldur dampi eftir mikla fylgisaukningu í síðasta mánuði og mælist með 15% fylgi. Íslandshreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn mælast með 2,5% hvor. Samkvæmt þessu fengi Samfylkingin 19 menn á þing, Sjálfstæðisflokkurinn 18, vinstri græn 16 og Framsóknarflokkurinn 10. Hvorki Íslandshreyfingin né Frjálslyndi flokkurinn næði mönnum á þing. Samkvæmt þessu fengju ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og vinstri græn, meirihluta þingmanna og þyrftu ekki að reiða sig á stuðning Framsóknarflokksins, yrðu þetta niðurstöður kosninga. Ríflega 3.000 manns voru í úrtaki Gallups, svarhlutfallið var 62,6%.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

  •  

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband