Geir ætti að biðja Jóhönnu afsökunar

Ásakanir Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, á hendur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, um að hafa farið með ósannindi um kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um leynd á fyrstu athugasemdum sjóðsins við frumvarp um Seðlabankann, voru ekki á rökum reistar.

Þetta kemur fram í pósti frá forsætisráðuneytinu í gærkvöldi. Þar segir að þegar Geir hafi sagst hafa fengið þau svör frá bankanum að engin leynd hvíldi yfir athugasemdunum, hafi bankinn verið að vísa til síðari athugasemdanna, sem enginn trúnaður hafi verið um og búið sé að birta opinberlega. (visir.is)

Þeir sem horfðu  á umræður frá alþingi í gær tóku eftir því að Geir Haarde var mjög harður við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og sakaði Geir hana beinlínis um að fara með ósannindi. Var þetta ólíkt Geir,sem yfirleitt hefur verið prúður í málflutningi.Það er því mikið atriði fyrir Jóhönnu að hafa fengið það staðfest frá IMF að hún fór með rétt mál. Geir ætti að biðja Jóhönnu afsökunar,

 

Björgvin Guðmundssoin



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband