Hörð gagnrýni Jóns Baldvins á Ingibjörgu Sólrúnu í Mbl.

Í dag birtist í Mbl. á besta stað í blaðinu stór grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson,þar sem hann gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við í tíma vegna bankahrunsins sl. haust. Í greininni er gerð hörð árás á Ingibjörgu líkt og pólitískur andstæðingur væri að skrifa en ekki samherji til margra ára.Ég var oft óánægður með foringja flokksins ( flokkanna)  á 60 ára ferli mínum í hreyfingu jafnaðarmanna sérstaklega þegar unnið var með Sjálfstæðisflokknum en aldrei hefði mér dottið í hug að skrifa slíka árásargrein á sitjandi formann og Jón Baldin gerir í Mbl. í dag með grein sinni um Ingibjörgu Sólrúnu. Grein sem þessi er fyrst og fremst vatn á myllu andstæðinga Samfylkingarinnar.Það er mjóg óheppilegt að  fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins skuli skrifa slíka grein um formann Samfylkingarinnar nú rétt fyrir Alþingiskosningar. Greinin leggur endstæðingum Samfylkingarinnar vopnin upp í hendurnar.

Ég tel heppilegast,að Ingibjörg Sólrún verði áfram formaður  Samfylkingarinnar  og verði því  endurkosin á landsfundi flokksins í næsta mánuði.Við  skulum ekki efna til óvinafagnaðar í aðdraganda kosninga.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband