Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Kosningalögum breytt á yfirstandandi þingi
.
Frv. um breytingar á kosningalögum var kynnt í ríkisstjórn Íslands í morgun. Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu kom fram að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra muni standa að frumvarpinu. Formenn allra flokka á þinginu munu kynna málið fyrir sínum þingflokkum á miðvikudaginn og þá kemur í ljós hvort samstaða næst um það í þinginu.
Í breytingunum felst meðal annars að kjósendur geta haft meiri áhrif en nú er á niðurröðun frambjóðenda á þeim listum sem í framboði verða.(visir.is)
Það er ánægjulegt,að ríkisstjórnin skuli ætla að drífa í því að veita kjósendum meiri rétt en áður til þess að hafa áhrif á röðun á lista.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.