Hjúkrunarfræðingar hafa áhyggjur af niðurskurði

Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir miklum áhyggjum á fyrirhuguðum samdráttaraðgerðum á Landspítala. Einkum segist hjúkrunarráð hafa áhyggjur af áhrifum þess að fækka hjúkrunarfræðingum og öðrum starfsmönnum í hjúkrun.

„Víða er mikil sérþekking í hjúkrun ákveðinna sjúklingahópa en hún stuðlar að betri þjónustu, auknum gæðum og síðast en ekki síst aukins öryggis sjúklinga. Hjúkrunarráð telur að við fækkun eða tilfærslu starfsfólks innan hjúkrunar muni þessi sérþekking tapast og þannig ógna öryggi sjúklinga og skerða þjónustu," segir í ályktun frá hjúkrunarráði Landspítala.(mbl.is)

Niðurskurðurinn er svo mikill,að menn hafa áhyggjur af öryggi sjúklinga. Gæta verður þess,að því sé ekki teflt  í tvísýnu.

 

Björgvin Guðmundsson


 

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband