Flokksþing Samfylkingar 26.-29.mars

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 26. – 29. mars í Smáranum og Smáraskóla í Kópavogi. Á landsfundinum verður mótuð og samþykkt kosningastefna Samfylkingarinnar fyrir þing- kosningarnar 25. Apríl, fram fara kosningar til forystu flokksins, framkvæmdastjórnar, flokksstjórnar og verkalýðsmálaráðs auk lagabreytinga og hefðbundinna landsfundarstarfa.  Einstök aðildarfélög Samfylkingarinnar munu á næstu vikum velja þá fulltrúa sína sem munu hafa atkvæðisrétt á landsfundinum.  Allir félagsmenn í Samfylkingunni og þeir sem áhuga hafa á því að leggja flokknum lið í aðdragandi kosninganna eru velkomnir á landsfund.

Búast má við fjölsóttu og fjörugu þingi.Tekist verður á um stefnu Samfylkingarinnar í aðdraganda kosningar.Og einnig verður kosinn nýr varaformaður flokksins en Ágúst Ólafur Ágústsson hefur lýst því yfir,að hann gefi ekki kost á sér áfram sem varaformaður.Ármi Páll Árnason gefur kost á sér til varaformanns.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband