Kraftur í stjórn Jóhönnu

Mikill kraftur virðist vera í minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.Frumvörpin koma eitt af öðru frá stjórninni og í gær var sagt,að öll mál stjórnarinnar ættu að vera komin fyriir þingið innan hálfs mánaðar.Fram er komið frv. um afnám sérréttinda í eftirlaunum,frv. um stjórnlagaþing,frv. um breytingar á kosningalögum ( að vísu enn til meðferðar hjá flokkunum)  en það gerir kleift að raða á lista í kjörklefanum,frv. um frestun gjaldþrota og nauðungaruppboða,frv. um greiðsluaðlögun o.fl.ofl.

Leiðtogar stjórnarinnar, Jóhanna  Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon halda vikulega fundi með blaðamönnum til  þess að greina þeim frá gangi mála.Er það mjög til fyrirmyndar en gagnrýnt var að almenningi væri ekki haldið nægilega upplýstum um hin ýmsu mál.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband