Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Ákvörðun um hvalveiðar ekki afturkölluð
Ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um hvalveiðar stendur óbreytt fyrir yfirstandandi ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, síðdegis.
Eitt síðasta embættisverk Einars K. Guðfinnssonar í sjávarútvegsráðuneytinu var að leyfa, með reglugerð, veiðar á hundrað til 100-150 hrefnum og álíka mörgum langreyðum í atvinnuskyni. Í umsögn lögmanns kom fram að þó málsmeðferðin væri gagnrýniverð væri ákvörðunin bindandi.
Ástráður Haraldssonar, lögmaður, var fenginn til að gefa umsögn um ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Hann gagnrýndi málsmeðferðina í setningu reglugerðarinnar en sagði hana hins vegar bindandi.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, segir að grundvöllur hvalveiða verði endurmetinn og þeirri vinnu verði lokið fyrir undirbúning vertíðar ársins 2010. Þá verði skipuð þriggja manna nefnd til að endurskoða hvalveiðilögin frá árinu 1949 í vetur. Frumvarp þess efnis verði lagt fram til kynningar á þessu þingi.
Greint var frá því á blaðamannafundinum að afmörkuð verði hvalagriðlönd til hvalaskoðunar út frá þeim stöðum sem hvalaskoðun fer nú fram. Gert er ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun geri tillögu um þau innan tíðar.(ruv.is)
Ég tel þetta rétta ákvörðun hjá Steingrími.Það á að nýta allar okkar auðlindir.Ekki veitir af nú.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.