Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Gengur í þingflokk Sjálfstæðisflokksins.Svik við kjósendur frjálslyndra
Jón Magnússon,sem kosinn var á þing fyrir frjálslynda flokkinn í síðustu kosningum gekk í gær í þingflokk Sjálfstæðisflokksins.Með þessu svíkur hann kjósendur frjálslynda flokksins,sem kusu hann á þing.Að sjálfsögðu ætti það að vera bannað,að maður sem kosinn er á þing fyrir ákveðinn flokk geti gengið til liðs við annan flokk áður en kjörtímabilið er búið. Þetta hefur að vísu verið gert áður en það er jafnóeðlilegt fyrir það.Svo virðist sem stjórnmálamenn telji allt leyfilegt. Þeir hugsa ekkert um kjósendur og þau mál,sem þeir standa fyrir heldur það eitt að auka og treysta eigin völd. Það er vissulega tímabært að breyta stjórnarskránni og auka lýðræðið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.