Undirbúningi að persónukjöri haldið áfram

Það stendur sá ásetningur okkar að koma þessu máli áfram,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um hvort haldið verði áfram með hugmyndir um persónukosningu ef ekki næst samstaða meðal flokkanna. Ekki fékkst niðurstaða á fundi flokksformanna í gær.

Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn leggjast gegn málinu. „Leikurinn er hafinn og ekki er hægt að breyta reglunum eftir á. Það er búið að auglýsa prófkjör og tilkynna hvaða aðferðir eigi að hafa við að stilla upp á listana.“  (mbl.is)

Frumvarpið gerir ráð fyrir,að unnt sé við framboð að velja á milli hvort listi sé raðaður eða óraðaður.Þess  vegna ætti það ekki að koma að sök þó auglýst hafi verið einhver prófkjör. Almenningur hefur kallað eftir því að lýðræði væri aukið við framboð og áhrif kjósenda á röðun á lista aukin.Sjálfsagt er að verða við þessari kröfu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir það sem þú segir.  Og engin auglýsing skiptir þarna neinu máli og er bara ´copout´.  Ef fólkið fær ekki að kjósa persónur, kjósum ekki.  Ekki mun ég gera það.  Niður með hið spillta flokkavald.  Og þakka þér fyrir vel skrifaða pistla.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband