Nýr formaður Félags eldri borgara

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) sem haldinn var á Hótel Loftleiðum sl. helgi, var Unnar Stefánsson kosinn ný formaður félagsins. Hann tekur við af Margréti Margeirsdóttur sem hefur sinnt embættinu frá árinu 2005. Unnar Stefánsson er stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni og viðskiptafræðingur frá HÍ. Hann sat öðru hvoru á Alþingi á árunum milli 1960-1970 sem landskjörinn varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn.

Aðalstarf Unnars hefur verið á sviði sveitastjórnarmála. Hann hefur verið deildarstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1960 og komið þar að margvíslegum málum bæði innanlands og utan, m.a. setið nokkra fundi Sveitar-og héraðsstjórnarþings Evrópuráðsins. Einnig hefur hann verið fulltrúi á Allsherjarþingi SÞ. Hann hefur verið mikilvirkur í norrænu samstarfi og verið bæði ritari og formaður í Vinabæjarnefnd Norræna félagins á Íslandi. Unnar hefur setið í stjórn FEB frá árinu 2007 og frá 2008 sem varaformaður framkvæmdastjórnar. Auk Margrétar hætti gjaldkeri framkvæmdastjórnar, Hinrik Bjarnason en hann hafði setið í stjórn FEB í sex ár eða frá 2003, samkvæmt tilkynningu.(mbl.is)

Ásamt Unnari eru þessir í stjórn FEB:Anna Þrúður Þorkelsdóttir,Auður Jónasdóttir,Björgvin Guðmundsson,Björn Ástmundsson,Bryndís Jónsdóttir,Guðmundur Garðarsson,Haukur Ingibergsson,Margrét K.Sigurðardóttir,Ólafur Hannibalsson,Pétur Maack,Valgarð Runólfsson og Þóra Krisrinsdóttir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband