Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
4000 listaverk úr bönkunum fara til ríkisins
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir mikilvægt að listaverk í eigu bankanna færist í hendur ríkisins. Gömlu viðskiptabankarnir þrír, Kaupþing, Lansdbankinn og Glitnir, áttu samtals um 4000 listaverk þegar þeir féllu. Talsverður hluti þeirra fylgdi Kaupþingi og Landsbankanum þegar þeir voru einkavæddir. Nú hefur ríkið hins vegar tekið bankana yfir.
Kristinn H Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði menntamálaráðherra, á Alþingi í dag hvort þessi verk yrðu færð úr eigu bankanna og til ríkisins áður en bankarnir verða seldir aftur, þegar fram líða stundir.(ruv.is)
Það eru mikil gleðitíðindi,að öll þessi 4ooo listaverk komist á ný í eigu ríkisins.Þarna eru mörg mjög eftirsóknarverð listaverk.Það má ekki gerast á ný að þau fari á vergang.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.2.2009 kl. 09:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.