Bónus með lægsta vöruverðið

Mikill verðmunur er á milli verslana samkvæmt könnun ASÍ í vikunni og getur munurinn hlaupið á hundruðum prósenta. Ódýrast er að versla í Bónus. Fjarðakaup er ódýrasta þjónustuverslunin en Samkaup strax ódýrasta klukkubúðin.

Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að stærri pakkningar séu ekki endilega ódýrari. Þá sé ekki sé endilega hagkvæmara að kaupa vöru með 40% afsláttamiða. Hún gæti verið ódýrari í öðrum pakkningum með engum eða minni afslætti.

Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, eða á 28 af þeim 40 vörum sem voru skoðaðar. 10-11 var hinsvegar oftast með hæsta verið eða í 16 tilvikum. Ef litið er á þjónustuverslanir er Fjarðarkaup oftast með lægsta verðið, eða á 26 vörum af 40. Ef litið er á klukkuverslanirnar þá er Samkaup-Strax ódýrast í 25 tilvikum af 40.

Athygli vekur hve margar vörur eru aðeins einni krónu dýrari í Krónunni og Kaskó en í Bónus. Það gerist í 11 tilfellum hjá Krónunni, og 6 hjá Kaskó.

Mesti verðmunur í könnuninni var tæplega 350 prósent. Þar var á pasta sem reyndist ódýrast í Kaskó á 129 krónur en dýrast í 10-11og kostaði þar 578 krónur. Þar er reyndar miðað við kílóverð á mismunandi pastategundum.

ASÍ hvetur almenning til að fylgjast vel með verðlagi á þessum umbrotatímum. Minnstur verðmunur sé á forverðmerktum vörum eins og ostum og áleggi. Mikill verðmunur sé hinsvegar á brauðmeti og kexi, kjötvörum, dósamat og þurrvöru, ávöxtum og grænmeti.(ruv.is)

Ljóst er,að almenningur getur áfram treyst því,að vöruverð sé lægst í Bónus.Það er mikilvægt nú í kreppunni þegar fólk þarf að velta hverri krónu fyrir sér.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband