Föstudagur, 20. febrúar 2009
Hvers vegna hætta Gunnar Svavarsson og Ágúst Ólafur?
Gunnar Svavarssson alþingismaður og efsti maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum hefur ákveðiðað hætta á þingi.Gunnar hefur staðið sig mjög vel sem formaður fjárlaganefndar.Það er því mikil eftirsjá af honum af þingi. Mbl. segir í dag,að Gunnar hætti þar eð hann sé ekki í klíku Ingibjargar Sólrúnar og því hafi verið gengið framhjá honum við val á ráðherrum 2007. Þórunn Sveinbjarnasdóttir var tekin fram yfir Gunnar enda þótt Gunnar hefði sigrað hana í prófkjöri.Ekki veit ég hvort kenning Mbl. er rétt en mér þótti undarlegt að Gunnar skyldi ekki gerður að ráðherra eftir kosningar. Eins fannst mér undarlegt að gengið skyldi framhjá Ágúst Ólafi Ágústssyni,varaformanni flokksins. Þetta leiðir hugann að því að ef til vill er vald formanns of mikið við val á ráðherrum. Ef til vill ætti einhver nefnd flokksins að velja ráðherrana. Það gengur ekki lengur,að formenn flokkanna hafi alræðisvald.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki ólíklegt að Ágúst Ólafur hafi fundið fyrir andstreymi í flokknum en hvað Gunnar varðar þá gæti ég sem best trúað því að hann sé með þeim fáu sem eitthvað átta sig á þröngri stöðu efnahagsmála í þingliðinu og vilji ekki taka þátt í að gefa fólki fölsk kosningaloforð.
Sigurjón Þórðarson, 20.2.2009 kl. 10:15
Sæll Björgvin, mig minnir að þingflokkurinn hafi gefið ISG vald til að breyta á kjörtímabilinu og hún þyrfti ekki samþykkt fyrir því og reglan í upphafi hafi verið jafnvægi á milli kynja og kjördæma eða hvernig á að orða það þeir sem þú nefnir hefðu þa´fengið ráðherra embætti en þá hefði Jóhan$na hugsanlega farið út sem dæmi hver hefði stutt það þetta er ánægjulegt vandamál fyrir okkur að eiga nóg af góðu fólki.
Björn
Björn Þorgrímsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 10:16
Sæll Björgvin.
Ég er sammála niðurstöðunni hjá þér
Sævar Helgason, 20.2.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.